þriðjudagur, mars 18, 2003
jæja þá er ég komin með norskan bankareikning nema hvað til að fá kort verður að vera minnst 15.000 nkr inná reikningnum, það er ekkert annað, reyndar á ég alveg svona mikinn pening (í bili) verð bara að millifæra. Þetta er banki sem er bara netbanki Skandiabanken heitir hann, engin útibú maður á bara að gera allt sjálfur og þess vegna er maður ekki rukkaður um nein posagjöld eða svoleiðis (fyrir þá sem hafa efni á því að fá kort...) Núna losna ég sem sagt við að borga himinhá þjónustugjöld þegar ég borga leigu-gíróseðilinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli