mánudagur, mars 17, 2003

ég var búin að skrifa alveg fullt hérna áðan um helgina en svo hvarf það bara, einhver bilun hjá blogger aldrei þessu vant... *andvarp* nenni eiginlega ekki að skrifa allt aftur en... jæja ég hef ekkert betra að gera meðan ég bíð eftir þvottavélinni.

Á föstudaginn fóru ég, Þórunn og Ragnhildur í bæinn í gjafaleit fyrir Agnesi og Arnar, við enduðum á því að kaupa sápur í body shop (ég veit hálf lame...) og svo ætluðum við að baka bara köku fyrir þau. Ég var útnefndur bakari og Ragnhildur ætlaði að hjálpa mér, ég auðvitað hringdi í mömmu til að fá uppskrift af góðri súkkulaðiköku. Ragnhildur kom svo til mín um kvöldið og við ætluðum að baka, ég hafði gleymt að kaupa nammi á kökuna svo Ragnhildur bauðst til þess að fara út í búð meðan ég byrjaði á kökunni. Ég veit ekki hvort ég sé svona léleg í því að leiðbeina fólki eða hvort ég hafi nú í fyrsta skiptið hitt einhvern sem er áttaviltari en ég (svo ótrúlegt sem það nú er...) en þá viltist Ragnhildur svona rosalega og endaði í næsta hverfi, fann þar búð og keypti nammi og reyndar náði að rata aftur hingað. Á meðan kláraði ég að hræra í kökuna og setja inn í ofn. Við skreyttum svo kökuna með smarties og tippa og brjóstakertum, ferlega fínt.

Á laugardeginum ákváðum við Þórunn, Laddi og Ragnhildur að vera samferða, maður hafði fengið sms um að mæta stundvíslega klukkan átta og við vorum mætt uppá guðrúnarstofu rúmlega hálf níu (það var klúður með skólabarinn svo partíið var haldið hjá guðrúnu) Á guðrúnarstofu var allt slökt, lokað og læst, enginn afmælisbörn. Ragnhildur hringdi þá í Agnesi og spurði hvaða dónaskapur það væri nú að bjóða fólki í partí og svo væri bara enginn á staðnum, Hjalti og Arnar voru þá á leiðinni og komu fljótlega. Við sögðum auðvitað að við höfðum mætt stundvíslega klukkan átta og værum búin að bíða í hálftíma eftir því að einhver léti sjá sig... Svo fór nú allt fólkið að koma og kakan sló í gegn, hvað annað þar sem ég er svo góður bakari... svo voru pakkarnir opnaðir og Laddi stjórnaði drykkjuleik, hringur dauðans/FUBAR/drykkjuleikur Svenna eru nokkur nöfn sem ég hef heyrt á þessum leik, þar sem Laddi drekkur ekki þá man hann fullt af drykkjuleikjum og eiginlegar reglur, svo voru handboltastrákarnir Daníel, Teddi og Heimir ekki að drekka heldur enda að fara spila daginn eftir og allt þetta edrú fólk sá til þess að fólk væri ekki að svindla og tæki út sína refsingu (sem fólst auðvitað í því að drekka) En þar sem við vorum nú heldur til mörg í leiknum þá endaði fólk ekki alveg á eyrunum eins og vill oft verða í þessum leik heldur varð bara fullt. Svo var bara djammað og dansað, ég verð að segja að þetta er nú með best heppnuðu partíum hingað til.

Engin ummæli: