mánudagur, mars 10, 2003

jájá það var djammað um helgina Arnar og Hjalti voru með innflutningspartí, ég kom næstum því klukkutíma of seint, vildi ekki mæta fyrst og fannst þetta vera jú fashionably late og hvað gerist ég er fyrst á svæðið. Ég var auðvitað kynnt fyrir nýja gæludýrinu honum Harry sem er hamstur, Harry var samt ekki sáttur við tónlistarval hjá strákunum og hafði lokað sig inn í húsinu sínu, hann var samt dreginn út seinna um kvöldið svo allar stelpurnar gætu knúsað hann. Svo fór nú hitt fólkið að koma svo ég þurfti nú ekki að vera eini gesturinn lengi. Ragnhildur plataði mig svo með sér niðrí bæ að kíkja á sæta stráka, hún er nefnilega nýhætt með kærastanum. Við fórum á einhvern stað sem heitir Smuget og er víst voða hip og hapening hér og það var nú allt í lagi nema hvað ég sá ekkert mikið af sætum strákum... Ég var nú svona að reyna ýta Ragnhildi að barnum svo hún gæti höstlað einhverja fría drykki út á bandabolinn og stóru brjóstin en það virkaði ekki, nísku norðmenn... Hér lokar svo allt klukkan 3 eins og var í gamla daga heima og eins og í gamla daga þá tók ég næturstrætó heim! reyndar svindlaði ég mér ekki heldur borgaði okurprís 50 kr

Engin ummæli: