laugardagur, mars 08, 2003

ég er núna búin að liggja yfir fellowship of the ring og öllu aukaefninu. Þetta er alveg tveggja daga prósess en þar sem ég er í fríi þá var þetta allt í lagi. Gaman að sjá hvernig þeir notuðu stundum alveg hlægilega einfaldar brellur til að ná stærðarmuninum á hobbitunum, dvergnum og svo hinum. Reyndar var ég búin að heyra að leikarinn sem leikur Gimli (dverginn) væri mjög hávaxinn, hávaxnastur af leikurunum og hafði verið í réttum hlutföllum við hobbitana svo það þurfti engar brellur þegar þeir voru myndaðir saman, ég í einfeldni minni hélt þá að hann væri bara tröll af manni en á disknum kom í ljós að hann er bara 1,86 m! 1,86... mér finnst það bara ekkert hávaxið, fyrir karlmann allavega, aðeins hærri en ég og jafn hár og Erna vinkona. En það er kannski ekkert að marka hvað ég tel vera hávaxið... En voðalega hljóta hinir leikararnir að vera litlir þá... hefði nú haldið að Viggo væri hávaxinn þar sem hann er nú hálf danskur.

Engin ummæli: