Nú er ég búin að vera lesa yfir glósurnar mínar úr cellunni og óskaplega er ég glöð yfir dugnaði mínum í að glósa þessa bók svona vel síðasta vor, en mér finnst samt eins og í gær þegar við kindurnar sátum á grensás rétt fyrir próf og vorum að reyna skilja hvernig RT stökklar (reverse transcription transposons) færast um gengamengið og þar með hvernig retrovírusar funkera, retrovírusar setja nefnilega RNA inní frumur og DNA er myndað út frá því, þetta vírusa DNA getur svo orðið hluti af genamengi frumunnar og fruman heldur bara áfram að skipta sér án þess að hafa hugmynd um að hafa þetta ókunnuga DNA í sér, nema hvað stundum veldur þetta nýja DNA því að fruman verður að vondri krabbameinsfrumu sem fer að skipta sér eins og óð og hreinlega neitar að deyja, þannig að maður getur smitast af krabbameini.
Ég ætla svo að biðjast fyrirfram afsökunar á því en bloggið mitt verður örugglega uppfullt af svona fróðleiksmolum næsta mánuðinn meðan ég er að lesa fyrir þetta próf...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli