sunnudagur, febrúar 02, 2003

ó mæ gúd hvað ég er södd úff, var að koma úr afmæli hjá Ladda, hann og Þórunn voru búin að vera baka í allan dag og gærdag, fullt af brauði og bollum og ostaköku og eplapæ, allt ofsalega gott.

Til hamingju með afmælið Laddi!!


Þórunn er samt svo mikill perfectionisti og ætlaði að neita bera fram eplapæið því súkkulaðirúsínurnar sem voru ofan á brendust en við hin vildum ekki heyra á það minnst, ég meina fátækir námsmenn láta ekkert taka af sér frítt eplapæ þótt að það sé með brenndum súkkulaðirúsínum, ó neineinei við heimtuðum að það yrði sett á borðið og auðvitað var það borðað með brenndum súkkulaðirúsínum og öllu.

Engin ummæli: