laugardagur, febrúar 01, 2003

Ég er að fara í partí í kvöld, innflutningspartí hjá Marte reyndar er langt síðan hún flutti, margir mánuðir en greinilega aldrei of seint að halda innflutningspartí. Reyndar verður Marte eina manneskjan sem ég á eftir að þekkja þarna en ég meina hvernig kynnist maður öðru fólki nema fara út. Fyrir þá sem ekki vita þá var Marte líka skiptinemi í Bólivíu og við vorum hjá sömu fjölskyldunni í nokkurn tíma og deildum herbergi. Ég hef samt haft voðalega lítið samband við hana eftir að ég kom hingað til Osló, finnst það ekki passa að hitta hana í svona vestrænu umhverfi var bara vön að hanga með henni á skítugum götum La Paz og tala spænsku, en það á vonandi eftir að breitast.

Engin ummæli: