þriðjudagur, febrúar 04, 2003

Augljóslega er ég algjörlega á móti dýratilraunum og reyni að kaupa vörur sem eru ekki prófaðar á dýrum en eftir að hafa lesið þessa grein þá sé ég að það er bara alls ekki létt. Í þessari grein kemur fram að framleiðandinn Procter & Gamble stendur fyrir víðtækum tilraunum á dýrum, en P&G framleiðir merki eins og always dömubindi, pringles, head & shoulders, pampers og fleiri og fleiri og fleiri. Nú hvet ég alla til að hætta að kaupa þessar vörur ekki seinna en í gær! Sjálf á ég nú head & shoulders sjampóbrúsa í sturtunni og hef japlað á pringles og notað always dömubindi en þeir dagar eru nú á enda. Reyndar hef ég ekki notað dömubindi síðan ég uppgötvaði álfabikarinn (hallærislegt nafn ég veit) sem er afskaplega þægilegur, maður tekur varla eftir því að maður sé á blæðingum þar sem maður er ekki með míníbleyju í klofinu, að ég tali nú ekki um hvað hann er umhverfisvænn (og dýravænn). Fjárfesting til framtíðar! EU búin að samþykkja lög sem banna allar dýratilraunir á snyrtivörum frá og með árinu 2009 (betra er seint en aldrei...) en auðvitað gilda þau bara innan EU, en einhverstaðar verður þetta að byrja.

Engin ummæli: