í gær fór ég í örbylgjuofnaleiðangur, fór á milli raftækjaverslana vopnuð málbandi á mældi alla þá örbylgjuofna sem mér leist vel á. Ég hef örugglega litið út eins og algjör sérvitringur, mælandi allt hægri vinstri en það var ekki einn afgreiðslumaður sem bauð fram aðstoð sína svo ég fékk að gera þetta afskiptalaust. Á endanum fann ég 3 ofna sem pössuðu en mig langaði bara ekkert í þá. Svo fékk ég allt í einu snilldarhugmynd að setja ofninn við hliðná eldavélinni, þar er nefnilega pínulítið borð og ég var búin að finna pínulítinn ofn sem var bara of hár í hilluna en myndi passa fínt þarna á borðinu, en nei þá er innstungan þar með timer og sloknar á henni eftir 10 mín - korter og reyndar eru allar innstungurnar í eldhúsinu nema ein með timer, og auðvitað þarf þessi eina sem er ekki með timer að vera hinum megin við eldavélina upp í hillu (þar sem ég hafði upphaflega ætlað að setja ofn) svo ef ég myndi setja framlengingasnúru þá myndi hún liggja yfir eldavélinni og vaskinum, kannski ekki alveg það besta fyrir rafmagnsnúru. En kannski get ég bara fengið mér eitthvað lím og límd snúruna upp á vegginn... þarf að athuga það.
Það er nefnilega bölvaður galli á þessari eldhúsinnréttingu að allar hillur eru fastar, ekkert hægt að færi þær upp og niður sem er náttúrulega bara hallærislegt og bjánalegt, og að hafa þær ekki breiðari en 46,6 cm er það vitlausasta í heimi því flestir örbylgjuofnar eru tæpir 50 cm á breidd, ég þori að veðja að þeir hafi gert einhvern samning við örbylgjuofnaframleiðanda svo bara ein tegund af ofnum passi þarna inn, eitthvað samsæri í gangi...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli