þriðjudagur, desember 10, 2002

*andvarp* eins og ég óttaðist þá er ég bara orðinn ömurlegur bloggari og ætti með réttu ekki að hafa þann titil. Málið er bara að loksins þegar ég kemst í tölvu þá hef ég bara ekkert að segja og ekki nenni ég að telja upp athafnirnar yfir daginn, maður verður helst að hafa tölvu við höndina þegar andinn kemur yfir mann og maður hefur eitthvað að segja. En núna sit ég bara heima eða einhverstaðar annarrs staðar tölvulaus og dettur margt sniðugt í hug en þegar ég kem hingað niðrá grensás og búin að vera lesa þá verð ég alveg andlaus. Svo ég verð bara að biðjast afsökunar svona fyrirfram á einkar óáhugaverðu bloggi þangað til ég kem aftur til Osló.

Það eina sem ég hef að segja er að ég hef tekið aftur upp titilinn orbitrekk kind þar sem ég er búin að líða um á orbitrekkinu síðan ég kom heim í tilraun til að halda þessum kílóum í burtu sem flúðu líkamann meðan ég var í Osló, vil helst ekki fá þau aftur og væri alveg til í að nokkrir félagar kílóanna færu líka í ævintýraleit eins og hin kílóin sem hurfu á dularfullan hátt þessa mánuði sem ég var í Osló.

Engin ummæli: