laugardagur, nóvember 30, 2002

Var að horfa á Bridget Jone, ég verð að segja að þótt þetta sé gamanmynd þá verð ég alltaf frekar sorgmædd eftir að hafa horft á hana, kannski vegna þess að ég óttast að þarna sé ég eftir 10 ár nema hvað minn Mark Darcy á eftir að giftast sinni Natöshu og ég enda uppi með vonda kærastann. Og svo var allt þetta umtal í kringum myndina þegar hún Renee fitaði sig fyrir hlutverkið svo hún leit út eins og flestar konur gera og öllum fannst hún agalega hugrökk að þora vera svona feit, ætla ekki að segja eitt orð um það meir...

Engin ummæli: