laugardagur, nóvember 30, 2002

Á morgun get ég farið að pakka :) og svo þarf ég líka að þrífa holuna, ef það væri pláss fyrir tösku á gólfinu þá væri ég örugglega búin að pakka núna og sæti á töskunni tilbúin að fara, en þar sem það er ekkert pláss þá verð ég bara að halda minni venju að byrja ekki að pakka fyrr en í fyrsta lagi 2 tímum áður en ég á að vera mætt út á flugvöll. Ég er reyndar ekki búin að gera lista, Nanna þú kannski emailar mér þínum ég veit að þú átt einn tilbúinn sem þú notar alltaf ;)
Ég þarf svo að þvo þegar ég kem heim, það fer að bera á nærbuxnaskorti hjá mér... auðvitað er ég ekki búin að þvo þessa vikuna, ekki þegar það bíður mín ókeypis þvottavél á Íslandi sem er í sömu íbúð þá fer maður ekki að borga 12 kr í skrítnu þvottavélarnar hér þar sem maður þarf að vaða í gegnum snjóinn með þvottinn og nota svo hálfa holuna sem þurkuholu, þá fer ég frekar landanna á milli með tösku fulla af skítugum nærbuxum.

Engin ummæli: