Ég er ekki alveg að skilja hvernig þetta norska kerfi virkar, var að fá sent nýtt debetkort og ég skil alveg að það sé ekkert verið að henda því í pósthólfið hjá mér þar sem þetta er ábyrgðarpóstur og svona þannig að ég fékk bara miða um það að ég ætti bréf og mætti sækja það á tiltekið pósthús gegn skilríkjum, allt í lagi með það ég hélt að þetta væri nú bara hverfispósthúsið og rölti þangað. Sýndi miðann og spurði hvort ég væri ekki á réttum stað, neeei sagði stelpan sem var að afgreiða, ég spurði hvort hún vissi þá hvar þetta pósthús væri, nei hún var nú ekki viss en sem betur fer var þarna Englendingur sem stelpan hafði verið að afgreiða á undan mér og hann gat upplýst mig um hvar pósthúsið væri. Sem sagt svona 10 mínútna rúntur í strætó. Svo ég þurfti bara að fara í ferðalag bara til að ná í eitt bréf!
Það var fundur um Fjösfestið í hádeginu í dag, Arnar var svo góður að setja mig og Þórunni í hópinn sem hann er að stjórna, held hann hafi nú mest gert það fyrir sjálfan sig svo hann hefði einhverja sem hann gæti skipað fyrir á íslensku. En ég er að vinna í matnum á laugadeginum svo ég get hugsanlega joinað í djamminu seinna um nóttina, reyndar á ég að vera í dökkum buxum og hvítri skyrtu... ég á enga hvíta skyrtu, hver gengur í hvítri skyrtu? jæja verð að redda því. Svo þarf ég að taka til á sunnudeginum og svo á minn hópur að skila einhverjum stólum á mánudeginum, bara fullt að gera.
Svo er ég búin að vera velta því fyrir mér hvenær ég á að fara heim, búin að fá tilboð frá flugleiðum lucky fares og get flogið mjög ódýrt ef ég flýg fyrir 13.des og eftir 7.jan. Skólinn er búinn hjá mér 13.des en það sem er farið í síðustu vikurnar er ég búin að læra og það eru engir verklegir tímar svo ég gæti alveg komið heim 4.des... Sé til, ætla fyrst að athuga hvernig er með þetta norskunámskeið sem ég er búin að tala um endalaust lengi en gleymi alltaf að spyrja Hjalta um, fer í það í kvöld.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli