mánudagur, október 21, 2002

úff hvað ég er búin að tölvunördast mikið í dag, þurfti nú bara að mæta í 45 mín. í skólann í dag, var verið að fara yfir verklega tímann. Mikið er ég fegin að ég teiknaði ekki niðurstöðurnar inná millimetrapappír eins og okkur var sagt að gera heldur skellti þessu bara inní exel og lét tölvuna um þetta, því við þurftum ekkert að skila þessu inn frekar en við vildum þetta var bara svona til að sjá hvort við höfðum verið að gera rétt. Hitti auðvitað Þórunni, við sátum á fremsta bekk beint fyrir framan myndvarpann og þar sem kennarinn var ekki búinn að teikna nein gröf inná glærurnar þá fékk hann að sjá þessi líka fínu gröf sem við vorum búnar að teikna. Ég held að kennarinn sé sænskur... hann talar voða skrýtna norsku og okkur Þórunni finnst alveg ómögulegt að skilja hann, sem er skrítið því mér finnst svo auðvelt að skilja sænsku stelpurnar sem eru með mér í bekk því þær tala svo einfalda norsku. Kannski hann sé bara frá einhverjum afdölum hérna í Noregi og talar þess vegna undarlega dialekt. Foreldrar hennar Þórunnar voru í heimsókn um helgina, pabbi hennar fer í dag en mamma hennar verður þangað til á fimmtudaginn. Veit nú ekki hvar ég ætti að geyma mína gesti ef ég fengi þá, set þá inní gestaherbergið eins og Hjalti stakk uppá. Gestaherbergið mun vera geymsluholan sem var troðið inní íbúðina mína, gestirnir gætu svo sem sofið þar ef þeim þætti í lagi að sofa uppréttir. Æðislegt að hafa svona tveggjaherbergja íbúð!
Var því komin heim úr skólanum rétt rúmlega 10 og auðvitað lagði ég mig þá, svaf allt of lengi og á örugglega ekki eftir að sofna fyrr en um 3 í nótt eins og vanalega, sem er nú svosem allt í lagi þar sem það er enginn skóli þangað til á fimmtudaginn.

Búin að betrumbæta síðuna aðeins, núna opnast linkarnir í öðrum glugga og ég er komin með gestabók! plús þá kann ég að setja íslenska stafi, alltaf að læra eitthvað nýtt.

Ég tók eftir að fólk hefur átt í svolitlum erfiðleikum með broskallana í skilaboðalinknum, muna bara að setja : tvípunkt á eftir :) þá kemur kallinn voða fínn og flottur

Engin ummæli: