Þá er ég búin að setja inn gestakort, en þar sem flestir eru nú á Íslandi þá verður ansi þröngt á þingi þar, svo fyrstur kemur fyrstur fær!! ég var svona að hugsa um hvort ég ætti bara að hafa kort af Íslandi en hætti snögglega við því þá gætu sumir ekki verið með. Annars var ég voða dugleg í dag og fór í skólann, ferlega fínt að fara í vefjafræði því kennarinn er Ástrali og ég skil bara allt sem maðurinn segir :)) norsku krakkarnir eru ekki alveg jafn hrifnir að þurfa hlusta á svona útlensku, greyið þau... Og svo til að toppa mig alveg þá las ég um ensím í dag líka jájá svona aðeins að rifja upp.
Fékk flugmiðann minn í pósti í gær, ég lendi mánudaginn 2. desember klukkan 15:45 svo þið getið strax farið að telja niður, reyndar verða nú flestir í próflestri en Hjördís ætlar að reyna koma 7.des og þá getum við tvær verið að slæpast saman, þangað til reyni ég kannski að læra smá fyrir þetta próf sem ég er að fara í um miðjan janúar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli