þriðjudagur, apríl 25, 2006
Sparka og hlaupa
Fyrir nokkru skráðum við Hjördís okkur sjálfsvarnarnámskeið þar sem Kung Fu karlinn Austin Goh ætlaði að kenna íslenskum konum að verja sig á götum borgarinnar. Námskeiðið var svo núna síðasta laugardag og lungasjúklingurinn ég drakk hóstasaft og lét mig hafa það. Og spekin sem Austin Goh lét okkur í té, hvað er áhrifaríkast... sparka fast og hlaupa í burtu, öll önnur brögð virka ekki þegar einhver geðsjúklingur ætlar að ráðast á mann, sagði kung fu meistarinn. Um leið og maðurinn nær að grípa mann þá er lítið sem maður getur víst gert. Þannig að ef einhver nálgast mann, sparka fast og hlaupa í burtu. Pétur hafði sem sagt rétt fyrir sér þegar hann sagði að spretthlaup væri besta sjálfsvarnaríþróttin. Austin lét okkur svo æfa nokkur spörk, "I don't want beautifull kicks, I want force! kung fu is for babies!" kallaði hann á okkur. Hann sýndi okkur líka nokkur brögð til að losna ef einhver gripi í mann en sagði að fyrir það fyrsta þá ætti maður sleppa því að vera þvælast einn um miðja nætur í dimmum húsasundum. Ég hef nú svo sem látið það vera hingað til...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli