miðvikudagur, apríl 26, 2006

ég þurfti nú bara að beita mig hörðu til að gleypa sýklalyfin mín í morgun. Hóstinn er að lagast en á móti fara magaverkirnir hríðversnandi. Mallakúturinn er ekki sáttur, og ég sem er að rembast við að skrifa ritgerð um mengun í hvölum á norðurslóð. Gengur ekki nógu vel að skrifa hana þegar ég þarf reglulega að leggjast fyrir. Sagði við Hjördísi í einhverju bjartsýniskasti áðan að ég kæmi með henni í kickbox, held ég verið að svíkja hana... fyrirgefðu Hjördís mín.
Mamma er að farin út í apótek núna að kaupa mallalyf.

Engin ummæli: