laugardagur, apríl 29, 2006

Prófin koma

Eftir viku fer ég í fyrra prófið mitt. Dagurinn í gær fór því í að prenta út glósur, og að hugsa um hvort ég ætti að sækja um sumarvinnu á Húsavík sem mér er búin að bjóðast. Svo eyddi ég morgninum í dag í að stara á fjallið sem hylur skrifborðið mitt og hugsa út hvert ég ætti að flytja það tímabundið á meðan ég læri fyrir prófin, og reyna finna út kosti og galla þess að eyða heilu sumri á Húsavík. Og það sem ég er að hugsa; ég veit ekki um neina aðra vinnu, en hins vegar hef ég ekki verið að leita né spyrjast fyrir. Þetta er stígvélalíffræðingsvinna sem er akkúrat það sem ég verðandi almennur líffræðingurinn er menntuð fyrir. Maður eyðir varla miklum pening á Húsavík sem er gott fyrir mig sem er að safna pening fyrir verðandi ævintýri. Vinnan er örugglega skemmtileg en hins vegar þekki ég engan á Húsavík, sem sagt möguleiki að ofboðslegum leiðindum þegar ég er ekki að vinna. Allir vinir mínir eru hér í bænum, Þóra að koma að norðan og ég og Hjördís ætluðum að vera duglegar að kafa í sumar, ég meina ég er búin að senda hana á köfunarnámskeið og allt! Hjördís mér finnst að þú eigir bara að fá þér sumarvinnu á Húsavík og við söfnum pening og köfum bara þar. Vandamál leyst.

Engin ummæli: