hmm... það hefur eitthvað farið lítið fyrir blogginu hjá mér. Andlaus. Svona verð ég þegar laugardagarnir eru teknir af mér. Það var aftur fuglaskoðunarferð síðasta laugardag og næsta laugardag verður farið í aðra *andvarp*. Hjördís átti afmæli á laugardaginn, hún er búin að fá persónulega afmæliskveðju þannig að það birtast engir skrautstafir hér. Það var horft á Evróvisjón og drukkið. Hjördís blandaði bollu og hún hafði svo miklar áhyggjur af því að engum þætti hún góð þannig að ég þorði ekki annað en að hafa glasið fullt allt kvöldið og vera stanslaust með rörið upp í mér. Ég endaði svo í eldhúspartí með karlkynshluta partísins því stelpurnar töluðu bara um börn og brúðkaup og ég hef takmarkaðan áhuga á hvorugu. Eldhúspartíið færðist svo niður í kjallara þar sem spilaður var borðtennis og sýndir voru snilldartaktar þrátt fyrir, og kannski vegna, annarlegs ástands leikenda. Ræddir voru kostir og gallar hinna ýmsu bardagaíþrótta og Pétur var spurður hvað hann teldi vera best í sjálsvörn, hann svaraði spretthlaup. Mér fannst það fyndið.
Þar sem helmingurinn af bollunni var freyðivín þá var ég þunn í tvo daga og skrópaði í kickbox í gær. Ég veit ekki afhverju freyðivín fer svona ofboðslega illa í mig en ef ég drekk meira en eitt glas þá er maginn ónýtur daginn eftir, ég ældi samt ekki. Það verður sko ekki freyðivín í afmælinu mínu.
Ég varð forvitin um daginn og langaði að vita hverjir það væru sem læsu þetta blogg nú orðið. Ég veit að Hjördís rokkaramella, Þóra Thunder og Crazy-B lesa reglulega, en ég var að pæla hvort einhverjir hefðu bæst í hópinn eftir að ég byrjaði aftur. Ég nenni ekki að setja inn teljara eða gestabók sem enginn skrifar í. Þannig að mér þætti afskaplega vænt um ef þú lesandi góður gætir sagt hæ í skilaboðin núna, það þarf engin hnittin skilaboð, bara svona lítið rafrænt veif :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli