laugardagur, mars 11, 2006

Rokkarapartý!

Það eru komnar myndir!

Rock on!

Jæja það er nú búið að vera rólegt hérna hjá mér, en ég held að þessir 5 lesendur fyrirgefi mér alveg. En já ég settist loksins niður og halaði upp myndum úr partýinu góða. Flestir sem mættu höfðu tekið þemað mjög alvarlega og voru glæsilegir rokkarar og grúbbíur. Að sjálfsögðu lét ég fólkið fara í drykkjuleiki og Crazy-B flutti með aðstoð Hauks stórglæsilegt atriði, það og stórkostlegt rokkaraátfit tryggði henni titilinn rokkari kvöldins

Rock on!

Rokkaramellan Hjördís var kosin grúbbía kvöldsins, enda fór hún fram úr sjálfri sér þegar Fjördís braust út í öllu sínu veldi!

Rock on!

Öllum var svo hóað niðri bæ þar sem sumir nutu ansi mikillar hylli hjá yngri kynslóðinni...

Engin ummæli: