Pizzameistarinn 2006 var haldinn heima hjá Jenný og Hlyni síðasta föstudag. Tilkoma þessarar keppni var á þá leið að eftir að ég hafði yfirgefið fólkið á hressó þar síðustu laugardagsnótt þá hafði víst gleðin endað á nonnabita. Nú í röðinni á nonnabitum, klukkan tæplega 5 á sunnudagsmorgni upphófust miklar rökræður milli Ernu og Jennýjar-Hlyns, þar sem bæði sögðust búa til bestu pizzuna. Inn í þessar rökræður blandaði Michael sér og sagði þeim að þetta væri nú bara misskilningur hjá þeim, það væri jú hann sem byggi til bestu pizzuna. Það var því ákveðið að besta leiðin til að skera úr um þennan ágreining væri að halda pizzakeppni næsta föstudag þar sem hver og einn gerði sína pizzu og svo yrði dæmt. Á sunnudeginum sjálfum mundi nú enginn eftir þessari fyrirætlan nema Jennýar-Hlynur. Það var samt nóg og voru boð látin út ganga um væntanlega pizzukeppni.
Þar sem ég hafði fengið veður af því að vissir keppendur væru að þrýsta á maka sína að velja sína pizzu þá ákvað ég að útbúa kostningnarseðla til að fulls réttlætis og lýðræðis yrði gætt. Í sameiningu var svo ákveðið að hafa stigakerfi þar sem kjósandi gæfi ljúfengustu pizzunni 3 stig, næstbestu 2 stig og sú lakasta fengi 1 stig. Í flokki almennrar pizzugerðar voru keppendur:
Hlynur og Erna Sif
Jennýar-Hlynur
og Michael sem ég á ekki mynd af
Í flokki heilsupizza var einn keppandi:
Bryndís
Mikill metnaður var lagður í aðferðir og hráefni. Erna Sif og Hlynur útbjuggu þykka, áleggshlaðna pizzu. Hlynur aðstoðarkokkur bjó til sósuna, deigið, skar niður áleggið og flatti deigið út en Erna Sif gengdi því ábyrgðafulla og veigamikla hlutverki að raða álegginu á pizzuna. Nokkuð sem gæði pizzunar stóð og féll með. Því þegar notuð eru svo mörg og ólík álegg þá verður lagskiptingin og röðunin að vera hárnákvæm og ef það er einhver sem getur unnið nákvæmnisvinnu þá er það hún Erna Sif. Reyndar er röðun áleggsins svo stór hluti af allir pizzugerðinni að Erna Sif gleymdi oft hlut Hlyns í öllu ferlinu og talaði yðurlega um "sína pizzu".
Jennýar-Hlynur var djarfur í sinni pizzugerð og bauð upp á þunna pizzu sem á var pepperóní og bananar. Óvenjulegt en ljúfengt.
Michael bauð upp á tvennskonar pizzur báðar einfaldar en mjög svo braðgóðar. Á þessum tímapunkti var ég búin að borða svo mikið að ég man óljóst hvað var á pizzunum hans, man hins vegar að þær hreinlega bráðnuðu upp í manni og önnur þeirra var með grænu pestó í stað hefðbundinnar tómatsósu.
Að átinu loknu var gengið til kosninga og ég fór síðan afsíðis og taldi saman atkvæðin. Voru úrslitin eftir farandi:
Erna Sif (og Hlynur) 23 stig
Jennýar-Hlynur 19 stig
Michael 21 stig
Sem sagt Pizzameistari 2006 er Erna Sif (og Hlynur). Og það er ekki spurning að Erna Sif á sigurinn að þakka vandlega röðuðu áleggi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli