föstudagur, janúar 27, 2006

Þar sem ég neitaði að fara með Hjördísi að Vöku-samkomu í gærkvöld þá horfðum við á nýjustu gelgjuþættina á Sirkus, nefnilega Party 101 og Splash TV. Alltaf gaman að sjá þegar sjónvarpstöðvar leggja metnað sinn í að framleiða gott og vandað innlent sjónvarpsefni. Þar sem við sátum og horfðum á þáttastýru Party 101 taka viðtöl við fólk á öldurhúsum bæjarins, þá kviknaði allt í einu á ljósaperu í skúmaskotum huga míns og það rann upp fyrir mér ljós, ástæðan fyrir hjúskaparstöðu okkar vinkvennanna. Við erum alltof vel máli farnar, við reynum að halda uppi of háfleygum samræðum við gagnstæða kynið. Þar með erum við búnar að stimpla okkur sem intellectual og þar af leiðandi óhæfar til samlífs. Held að David Brent hafi summerað þetta ágætlega þegar hann sagði "In fact, for me to be attracted to a woman, she's got to be as intelligent, or slightly less intelligent than me."

Engin ummæli: