Þá er ég búin að fara í tvo kickbox tíma, sem þýðir að ég er búin að vera aum í öllum líkamanum í þrjá daga. Ég er sérstaklega aum í maganum í dag þar sem Hjördís kýldi mig 600 sinnum í magan í gær (þetta er allt í lagi, ég kýldi hana líka á móti). Við erum sem sagt í byrjenda hópnum sem samanstendur af okkur tveimur, sirka átta u.þ.b. 12 ára strákum og einni stelpu sem er á svipuðum aldri og strákarnir. En það er allt í lagi því við Hjördís erum alltaf tvær saman að gera æfingarnar og þurfum því ekki að lemja nein börn. Mér finnst þetta samt fyndið. Framhaldshópurinn sem er á eftir okkur samanstendur af stórum og stæðilegum strákum þannig að við ætlum bara að halda okkur í aumingjatímunum. Annars er þetta mjög gaman, mun skemmtilegra heldur en hliðar-saman-hliðar og veifa höndum kerlingarleikfimin sem ég var í í fyrra, miklu meira fútt í því að kýla og sparka, og ódýrara. Búin að kaupa mér vafninga, Möggu massa fannst litavalið einstaklega gott hjá mér. Blátt, alltaf klassískt.
Það verður gaman að sjá hvernig við verðum orðnar eftir 3 mánuði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli