miðvikudagur, maí 30, 2007

Salang

Ta er eg komin til Salang a Tioman eyju eftir langt og strangt ferdalag. Eg vaknadi um midja nott tann 27. til ad na morgun fluginu fra Bangkok. Eg flaug med Air Asia sem er svona laggjaldaflugfelag og tvi strangt med allan farangur. 15 kg hamark og ekki gramm umfram tad. Eg hafdi nu litlar ahyggjur tvi eftir ad eg sendi alla mynjagripina mina heim ta er nu litid i bakpokanum. Svo eg var med stora bakpokann, litla bakpokann og kapuna i handfarangur. Eg skellti svo bakpokanum a vigtina og viti menn hann var bara heil 19 kilo! og tad er ekkert i honum. Eg hundskadist aftur ur rodinni tvi eg aetladi ekki ad fara borga yfirvigt fyrir 4 kilo og stardi ofan i pokann til ad sja hvad eg gaeti nu tekid ur sem hefdi einhverja tyngd. Loks tok eg ur tvaer baekur, ohreinatauspokann og skipti ur flipflops yfir i sandalana. Eg for svo aftur i rodina og af einhverjum astaedum ta var strakurinn sem afgreiddi alveg endalaust lengi ad afgreida hvern og einn. Eg hef bara aldrei lent i odru eins. En svo gat eg ekki verid ful vid hann tvi hann hleypti mer i gegn med heilt 1,3 kilo umfram. Flugid og ad koma ser fra flugvellinum a rutustodina i Kuala Lumpur gekk svo afallalaust fyrir sig. Svo steig eg inn a rutustodina og annad eins kaos hef eg ekki upplifad. Tetta er algjort volundarhus. Fyrst eru fleiri, fleiri matarbasar. Svo eru fleiri, fleiri radir af pinulitlum midabasum. Allir fra sitthvoru fyrirtaekinu og allir ad fara a mismunandi stadi. Menn og konur standa fyrir framan og hropa ad manni hvert madur se ad fara "Singapur! Singapur!" var aftur og aftur kallad til min "Mersing! Mersing!" svaradi eg. Loks var mer bent a pinubas sem seldi mida til Mersing, en tar var enginn. Eg spurdist betur um en alltaf var mer bara bent a tennan toma bas. Einhver stelpa sagdi mer svo ad tad vaeri uppselt i allar rutur til Mersing i dag. Eg var ekki satt vid tad, enda hafdi eg ekki planad ad eyda miklum tima i Kuala Lumpur. Loks kom eg auga a pinubas sem seldi mida i naeturrutu til Mersing. En tad gekk samt illa ad koma konunni i skilning hvert eg vildi fara, tratt fyrir ad eg bara benti a Mersing 11 pm. Ja mer var ekki aetlad ad taka tessa rutu eins og seinna kom i ljos. Eftir ad hafa keypt rutumidann ta for eg ad lata geyma bakpokann minn. Eg gekk villt um volundarhus af solubasum tar til loksins eg fann farangursgeymslu. Eg hafdi nu heilan dag i Kuala Lumpur og akvad ad fara i fuglagardinn og svo i bio um kvoldid. Reyndar er Kuala Lumpur ekki eins stor og eg helt, tar bua bara 1,7 milljon og hun er mun snirtilegri og hljodlatari heldur en nokkurntima Bangkok. Tad er lika greinilegt ad madur er kominn i muslimskt land med moskvur ut um allt og islomsk og austurlensk motiv i byggingum.
Fuglagardurinn var mjog flottur en hann er tannig ad tad er buid ad tjalda neti yfir stort svaedi og svo eru fuglarnir bara frjalsir. Ad sjalfsogdu eru lika bur en ad er greinilega hugsad vel um fuglana. Svo for eg i bio, eina sem var i stodunni var ad sja Sjoraeningjana i Karabiahafinu. Eg vissi ad tetta yrdi taept, ad sja myndina til enda og saekja farangurinn, tvi tessar sjoraeningjamyndir eru alltaf svo langar. Eg var tvi vidbuin tvi ad lauma mer ut. Sem eg og turfti ad gera. En eg var eitthvad buin ad misreikna hvad tad myndi taka mig langan tima ad komast ut ur sjalfri risaverslunarmidstodinni sem bioid var i. Svo tegar eg loksins komst nidur a loftlestarstodina ta voru bara radir og radir i radirnar til ad kaupa mida. Leigubill hugsadi eg med mer og hljop ut. Sem tok sinn tima. En i Kuala Lumpur er ekki sama astand og i ollum ordrum borgum og baejum sem eg hef verid i undanfarna manudi tar sem ekki er tverfotad fyrir okutaekjum af ollum gerdum sem vilja keyra mann hingad og tangad. Nei tad var enginn leigubill i augsyn og tad tydir ekki ad veifa nidur bil hvar sem er, nei madur verdur ad vera a serstakri leigubilastoppustod. Svo eg stod a stoppustodinni og allir leigubilar keyrdu fram hja og eg horfdi a minuturnar lida og vissi ad eg myndi aldrei na i farangursgeymsluna fyrir lokun. Loksins stoppadi bill og eg hugsadi med mer ad kannski, bara kannski ef stelpan myndi ekki loka dyrunum a slaginu half ellefu ta myndi eg na tessu. En svo satum vid fost i umferdarteppu og ad lokum sagdi bilstjorinn ad tad vaeri bara best fyrir mig ad labba. Svo eg hljop af stad og nadi inn i rutustodina rett rumlega half. Nema hvad nu turfti eg ad finna aftur farangursgeymsluna i tessu volundarhusi. Loksins fann eg geymsluna og kom ad sjalfsogdu ad lokudum dyrum. Eg leit i kringum mig og sa ad eg hafdi nad ad velja einu farangursgeymsluna sem lokadi svona snemma. Allt i kringum mig voru geymslur sem voru med opid til allavega ellefu. Tad var tvi ekkert fyrir ad gera nema kaupa mida i rutu naesta morgun og labba yfir gotuna og tekka mig inn a hostelid tar. Sem er reyndar fint hostel og eg held eg gisti tar naest tegar eg er i Kuala Lumpur.
Morguninn eftir tok eg rutuna til Mersing og sem betur fer ta beid ferjan eftir rutunni sem var eitthvad sein. Eg var tvi komin til Salang seinnipartinn.
Folkid hja B&J tok vel a moti mer og fundu fyrir mig gistingu um nottina. En tad er vist skolafri i Singapur svo allt er bara fult. En oll gistiadstada her er mjooog basic. Tetta var tad dyrasta og jafnframt tad frumstaedasta sem eg hef gist i a ollu tessu ferdalagi. Og her tidkast ekki ad hafa vaska, tad er bara krani inn a klosetti. Skil tad ekki. Allavega i gaermorgun labbadi eg lengra upp strondina til ad finna odyrari gistingu og fekk agaetis kofa fyrir 500 RM a manudir (taeplega 10 tus. ) Nema tad er ad sjalfsogdu enginn vaskur. Og engin net fyrir gluggum svo allt kvikt kemst inn eins og eg komst ad raun um tegar i gaerkvold eg aetladi i minu mesta sakleysi ad fara a klosettid og a veggnum var su staersta kongulo sem eg hef sed. Ja eg yki ekki tegar eg segi ad hun var a staerd vid hendina mina. Eg oskradi og hun hljop inn a bad. Eg vissi ekki hvad eg atti ad gera vid kongulo af tessari staerdargradu. Eg tok upp sopinn og gekk hikandi ad klosettinu. Tetta var eins og atridi ur hryllingsmynd tvi eg sa svo bara einn fot vid dyrakarminn og svo hvarf hann. Naest sa eg hana hlaupa eftir veggnum a klosettinu og ta sa eg ad eg myndi aldrei geta drepid hana med kustinum. Eg notadi tvi kustskaftid til ad loka rennihurdinni og potadi svo mottum undir. Naest gekk eg skjalfandi nidur til B&J med tad i huga ad fa einhvern hugrakkan einstakling til ad leysa tetta vandamal fyrir mig. En eg fekk enga samud tar, Lloyd retti mer spreybrusa med podduspreyi og sagdi ad tetta myndi drepa hana a tveimur sekundum. Plus ad konguloin vaeri algjorlega meinlaus. Eg svaradi ad tegar eg kaemi til baka handleggnum fataekari ta myndi eg kenna honum um. Eg labbadi tvi til baka med spreybrusann i hond og tad tok mig nokkrar minutur ad hafa mig upp i ad fara aftur inn i husid. Eg opnadi inn a klosett en sa enga kongulo, eg tordi audvitad ekki fyrir mitt litla lif ad fara inn a klosettid til ad kikja a veggina sem liggja ad hurdinni. Eg spreyjadi tvi ohoflega inn a badid, lokadi og spreyjadi allt herbergid, lokadi og for ut. Verst ad eg var alveg ad pissa a mig.

Annars list mer bara vel a tetta. Tratt fyrir kongulaer. Folkid er fint og eg skrifa meira um tad seinna. Netid er fokdyrt og haegt herna. Eg aetladi ad reyna setja inn myndir af eyjunni og litla kofanum minum en eg veit ekki hvort tad se haegt. Hradinn er eins og a 28k modemi. En eg skal reyna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú losnar kannski við kongulóar-og hrossaflugufælnina núna ;)
Er ekki einhver fata/eða fat til að láta buna í eða bunar bara á gólfið úr krananum?
Kv
MAMMA