
Agaricia lamarcki enn einn kórallinn sem er brúnleitur, þunnur, flatur og disklaga. Stórar flatar kólóníurnar geta vaxið upp í hvirfingar eða spíral eða myndað skálar. Hann þekkist helst frá öðrum flötum kóröllum á hvítum stjörnulaga doppunum. Er gulbrúnn á lit, en getur einnig verið blá-, græn- eða gráleitur. Brothættur, algengur á grunnum rifum.

Agaricia grahamae er mjög svipaður og Agaricia lamarcki nema hvað hann er ekki með hvítum doppum. Hann vex einnig í hvirfingum er ljósbrúnn eða grár. Óalgengur.

Agaricia undata myndar flatar kóloníur. Finnst á djúpum rifum, á sillum eða á botninum við vegg. Er algengastur á 25 - 45 m dýpi og getur myndað stórar breiður.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli