Við ákváðum að ganga upp austari gilsbakkann, vaða svo yfir ánna fyrir ofan fossinn og ganga niður vestari bakkann. Og þetta var bara rosaleg gönguferð, sigrast á fjölmörgum hindrunum, bæði andlegum og líkamlegum. Samkvæmt okkur Þóru þá jafngilti þessi ganga því að klífa Everest, en ef rætt er við Unu þá var gangan kannski svipuð og að rölta upp Esjuna... veit ekki hvaða leið hún fór, allavega ekki þá sömu og ég og Þóra... Ég datt á mjög tígurlegan hátt, valt hægt og þokkafullt yfir eitthvað grjót, hélt dauðahaldi í birkihríslu og þorði varla að opna augun því ég bjóst við að stara út í ginnungagap, cliffhanger style. Loksins pírði ég fram fyrir mig og þá lá ég bara svo gott sem á jafnsléttu, hliðná einhverri lækjarsprænu. Þetta hafðist samt og við náðum að komast upp fyrir fossinn og vorum svo þvílíkar hetjur og óðum berfættar yfir ískalda ánna. Svo var gengið niður birkivaxna hlíðina í átt að bílastæðinu. Stundum hlóum ég og Þóra svo mikið af aumingjaskapnum í okkur að við hlutum næstum því ótímabæra ferð niður... en við verðum vonandi orðnar fullharðnaðir göngugarpar í lok sumars.
Ég tók svo auðvitað fullt af myndum

Engin ummæli:
Skrifa ummæli