þriðjudagur, janúar 13, 2004

ég gerðist smá norsk í dag og tók með mér matpakka í skólann og svo sat ég uppi á lesesalnum til hálf fimm. Ég er að fara í próf í næringarfræðinni 22.jan svo ég las í dag um fóðrun katta og pelsdýra, svo á morgun verða það fiðurfé, grís eða hestar. Ég horfi með hryllingi á heftið um fóðrun mjólkurkúa, sem ég er byrjuð á en er föst í alveg afspyrnuleiðinlegum kafla. Hér er allt á kafi í snjó sem er að bráðna svo allstaðar hafa myndast lítil stöðuvötn sem maður þarf að hoppa yfir, mér finnst Osló-borg ekki vera að standa sig nógu vel í snjómokstrinum, kannski hafa borgaryfirvöldin bara gefist upp fyrir löngu síðan og játað sig sigraða fyrir snjónum og moka bara minimalt og henda möl yfir rest.

Engin ummæli: