þriðjudagur, desember 02, 2003

greyið talvan mín er orðin gömul og lúin, þetta er algjört ástar/haturs-samband hjá okkur. Ég þoli ekki hvað hún er með lítið minni, hvað hún er hægt, hvað hún er lengi að starta sér upp og hávær. Hún á það til að slökkva bara á sér og restarta og saka mig svo um að hafa ekki slökt almennilega á sér og svo er blái skjárinn farinn að vera ansi algeng sjón. En ég get bara ekki án hennar verið því ég er netfíkill. Það er ekki eins og ég sé að skrifa ritgerðir hægri vinstri og ég veit ekki hvort ég myndi taka hana með mér í skólan ef ég gæti til að glósa á. Hef reyndar ekki séð neinn í mínu kulli koma með fartölvu í tíman... Það sem ég hins vegar nota hana til er að blogga (sem hefur nú verið soldið sjaldan undanfarið) tjekka á email og prenta út glósur frá kennurum og svo auðvitað ná í hina ýmsu þætti og myndir sem ég horfi svo á í tölvunni. Hanga á msn og almennt á netinu. Svo auðvitað að borga einstaka reikning. Þetta er sem sagt bara algjör tímaþjófur og kannski myndi námsárangur minn batna til muna ef talvan mín myndi bara deyja (sem hún bara má ekki gera!) skil ekki hvernig þessi hlutur getur verið svona ómissandi í mínu lífi þegar hann er í rauninni ekki að gera neitt gagn...

Engin ummæli: