miðvikudagur, nóvember 19, 2003

líkamsklukkan mín er í algjöru rugli, sem er ástæðan fyrir því að ég sit hér klukkan 8 að morgni og er búin að vera vakandi síðan hálf fimm. Ég hélt mér hefði tekist að snúa við sólarhringnum bara sisvona þar sem ég fór snemma að sofa á mánudaginn, reyndar sofnaði ég eftir að ég kom heim af flugvellinum á mánudaginn svaf fram á kvöld, fékk mér að borða og sofnaði aftur. Vaknaði svo í gærmorgun klukkan hálf tíu, fór á fætur svo ég gæti nú farið að sofa á skikkanlegum tíma um kvöldið. Svo í gærkvöld þá þrátt fyrir þreitu gat ég ekki sofnað svo ég las smá (Hogfather eftir margum talaðan Terry Pratshett, algjör snilld) Sofnaði svo um tvö leitið og vaknaði aftur hálf fimm! hvaða rugl er það? Reyndi að sofna aftur en það gekk ekki, las smá og reyndi að sofna, fékk mér smá jógúrt las meira og reyndi að sofna. Hálf átta gafst ég upp og fór á fætur og sit hér fyrir framan tölvuna, mjög þreitt en get ekki sofið. Og hugsa núna til þess þegar Hjördís marg spurði mig í Wallmart hvort ég væri viss um að ég vildi ekki kaupa vægar svefntöflur og taka með mér heim, og ég alltaf bara neinei ég vil ekki taka svona svefntöflur, stupid me...

Og ekki nóg með það heldur mundi ég áðan þar sem ég lá að það á að vera brunaæfing í dag, það á að testa allar brunabjöllurnar og reykskynjarana og það byrjar klukkan 10 og stendur til 15. Auðvitað verða bjöllurnar ekki í gangi stanslaust (eða ég vona ekki!) ætli þeir taki ekki hvert hús fyrir sig. Þannig að ætli bjöllurnar fari ekki í gang loksins þegar ég næ að leggja mig aðeins. Reyndar var nú kominn tími á að viðvörunarkerfið væri stillt betur, það að reykskynjarninn fari í gang og þar með allt kerfið í blokkinni við það eitt að fólk risti brauðið sitt aðeins of mikið er bara rugl. Reyndar hefur bjallan ekki farið í gang í þessu húsi síðan ég flutti inn. Ætli það sé ekki út af því að íbúðirnar hér eru stærri. Fleh ætla reyna leggja mig aðeins. Eins gott að það er enginn skóli í dag!

Engin ummæli: