sunnudagur, október 05, 2003

var að klára þrífa íbúðina, var nú svo sem ekki lengi gert. Fannst svo svona kurteisara að banka upp hjá Erik og láta hann vita að ég væri flutt, maðurinn kom til dyra með ajax-brúsa í annarri og tusku í hinni. Ég get svo svarið það við bara skiljum ekki hvort annað, tölum um sitthvoran hlutinn og miskiljum allt sem hitt segir, þetta er bara eins og í gírnmynd. En ég náði samt að koma því til skila að ég væri flutt, hann bauðst nokkrum sinnum til að hjálpa mér að flytja og ég sagði nokkrum sinnum að ég hafði flutt á föstudaginn, held að það hafi eitthvað ruglað hann að ég hélt á pappakassa með öllu hreingerningardótinu. Svo þegar hann skilur norskuna mína svona illa þá fer ég bara í baklás og gleymi einföldustu orðum sem verður auðvitað til þess að hann skilur mig ennþá verr...

jæja best að halda áfram að taka upp úr pokum og kössum og ganga frá þessu litla dóti sem ég á (sem var reyndar ekki svo lítið þegar ég og Eyrún vorum að bera það á milli)

Engin ummæli: