afskaplega er langt síðan ég hef getað bloggað almennilega, það jafnast bara ekkert á við það að blogga heima hjá sér.
Ég fór semsagt til læknis síðasta miðvikudag þar sem veikindavika nr 3 var byrjuð og ég ekkert að hressast, ég var mætt rétt fyrir átta því ég átti ekki pantaðan tíma en konan í afgreiðslunni hafði sagt mér að mæta snemma og þá yrði mér troðið inn fyrst ég væri svona veik, þannig að það var tekin blóðprufa úr mér og svo þurfti ég að bíða eftir því að vera kölluð inn til læknisins. Eftir nokkra bið fékk ég að fara inn, konan hlustaði mig og spurði um einkenni og svona, fannst ég vera með frekar ljótann hósta. Svo tékkaði hún á blóðprufunum (jájá hér er tekin blóðprufa rétt áður en maður fer inn til læknisins og hann fær bara niðurstöðurnar strax, ekki eins og heima þar sem maður er fyrst látinn á 10 daga penicillinkúr og ef það virkar ekki þá er tekin blóðprufa til að athuga hvað sé í gangi) Allavega þá var blóðið í mér alveg eðlilegt en engin merki um bakteríusýkingu, þannig að ég er með einhvern vírus. Læknirinn sagði þá að það eina sem hún gæti gert fyrir mig væri að láta mig fá öflugt hóstasaft sem væri mjög slævandi og ég mætti alls ekki keyra eftir að hafa tekið það, og í rauninni væri það bara til að hjálpa mér til að sofa en ef ég þyrfti að vera einhverstaðar þar sem ég mætti ekki hósta þá gæti ég tekið smá skammt. Svo ætti ég bara að vera heima og fara vel með mig og mæta bara í skólann ef það væri nauðsyn, borða hollan mat og drekka mikinn vökva. Svo ég fer í apótekið og fæ hóstameðalið, apótekarinn ýtrekaði við mig að ég mætti alls ekki keyra eftir að hafa tekið meðalið og ég bara jájá... Þar sem ég var nú með hausverk og þreitt eftir enn eina svefnlitla nótt þá fór ég bara heim í staðin fyrir að fara í skólann, fékk mér hálfan skammt af hóstameðalinu sem var með einhverju þykjustunni mintu og apríkósubragði, eftir smá stund var ég hætt að hósta, ég lagðist upp í rúm og fann hvernig slaknaði á öllum líkamanum og svo steinrotaðist ég og svaf langt fram eftir degi. Og nú skildi ég afhverju maður mátti ekki keyra eftir að hafa fengið sér smá skammt af meðalinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli