þriðjudagur, júní 03, 2003

það er enn sama blíðan hér, ekkert smá mikill munur að geta bara röllt í skólann í bol og sandölum og stuttum buxum (ekki stuttbuxum ég geng ekki í svoleiðis) Og ég er ekki að tala um að maður sé að harka af sér eins og sumir gera á íslandi, þrjóskast við að vera hálf naktir því það er sól úti og hitinn rétt skriðinn yfir 10 gráður, nei nei hér er hitinn rúmlega 20 stig og sól og þannig er það í skandinavíu á sumrin, hér er almennilegt sumar. Skil ekki afhverju þessir víkingar voru að flýja land og setjast að á Íslandi þar sem hitinn fer tvisvar á ári yfir 15 stig (í Reykjavík) og þá verður maður að finna gott skjól því það er alltaf rok. Hefði ekkert verið hissa ef Ísland hefði bara verið notað sem fanganýlenda eins og Ástralía, fólk látið hýrast þar í kulda og vospúð. Allavega þá er ég að njóta þess að hafa sumar í smá stund áður en ég kem heim. Svo fæ ég aftur smá sumar þegar ég kem aftur út, allavega ef þetta verður eins og í fyrra þar sem það var 25 stiga hiti ( og stundum rúmlega það ) út ágúst og næstum því allan september. Reyndar var dregið fyrir sólina þegar ég var búin í verklegu svo ég get ekki lagst í sólbað eins og í gær en það er samt mjög hlýtt úti.

Annars þá kem ég heim þarnæsta laugardag, 14.júní. Kem seinnipartinn. Ég ætla að kaupa eitthvað gott í fríhöfninni og svo ætlum við Hjördís að skemmta okkur :)

Engin ummæli: