Matur namminamm...
Það var raklett-(hvernig sem það er nú skrifað...) boð heima hjá Þórunni og Ladda, það mættu allir með sitt kjöt og grænmeti ef fólk hafði einhverjar sér óskir, ég fékk úthlutað því verkefni að búa til salat því það lukkaðist svo vel hjá mér í síðasta raklett-boði. Laddi var svo búinn að baka fjall af bollum og stoltið hans ostakökuna og svo enn einn eftirrétturinn maregns með rjóma og fullt fullt af ávöxtum sem auðvitað mínusuðu út alla óhollustu. Allt alveg rosalega gott og við lágum öll afvellta á eftir og fylgdumst með fyrstu tölum úr kosningunum. Þar sem við erum nú tveim tímum á undan Íslandi þá horfðum við bara á fyrstu tölur og svo var kominn háttatími fyrir stelpurnar sem eru allar í prófum. Já þetta var bara stelpukvöld því Arnar og Hjalti voru að vinna, Högni líka og Daníel er farinn til Spánar að spila handbolta og verður þar næstu tvö árin svo Laddi var bara eini strákurinn.
Það er nú meira hvað við borðum alltaf mikið þegar við hittumst öll... enda er ég að verða algjör feitabolla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli