miðvikudagur, maí 07, 2003

ég var bara heima í dag og lærði og í kvöld er spilakvöld hjá Miu. Ætla taka með mér gulrótarkökuna því annars á ég eftir að borða hana alla sjálf og það er ekki nógu gott... Annars er ég búin að vera veik, með einhverja hálsbólgu þannig að ég hljóma ferlega undarlega... ferlega djúprödduð og hás heh Hef hingað til verið blessunarlega laus við nefrennsli veit ekki hvort það eigi bara eftir að koma eða hvort ég eigi að þakka ofnæmisnefspreyinu mínu sem þurkar upp slímhúðina í nefinu. En sem betur fer er ég ekkert rúmliggjandi veik og ætla vona að það haldist bara þannig. Þórunn sagði mér að afneitun væri góð leið... samt svaf ég ósköp lengi í morgun... Jæja best að fara elda sér eitthvað í kvöldmatinn. Verst að með þessa hálsbólgu þá get ég ekki sungið yfir eldamenskunni...

Engin ummæli: