fimmtudagur, maí 15, 2003

bjakk... er með þessa ógeðslegu lykt í nefinu. Hundakrufning nr 2 var í dag, við erum þrjár saman með einn sjeffer-blending sem er ógeðslega þungur, reyndar er þetta tík... Á milli krufninga er tíkin geymd í plastpoka í alkólhóli, og lyktin er bara ólýsanleg, í byrjun fyrstu krufningarinnar var mér bara hálf flökurt og ekki er ég nú klíugjörn en svo vandist lyktin og núna finnur maður hana varla meðan maður er að kryfja en eftir á þá situr hún föst í nefinu á manni.

Við erum núna að skoða vöðvana á frambúknum, vissuð þið að rándýr eru ekki með viðbein, þetta vissi ég ekki fyrir.

Annars hef ég uppgötvað núna að það er alls ekki slæmt að hafa skýringarmyndir í bókum svarthvítar því þá getur maðu litað þær sjálfur! Við notum Miller's guide um hundakrufningu og eru allar myndir af vöðvum þar svarthvítar teikningar og er alveg tilvalið að lita vöðvana í mismunandi litum. Þannig að núna les ég um vöðvann og lita svo fallega með nýju trélitunum mínum. Þetta er líka mjög þægilegt í krufningunni því þá getur maður sagt "infraspinatus, þessi guli þarna er það ekki þessi vöðvi hér?" eða "Serratus ventralis? hvar var hann aftur?" "það er þessi græni þarna" bendir svo á hundinn "hérna, liggur hér undir...." Sem sagt mjög hentugt og er ég alveg hætt að kvarta unda litaskorti í kennslubókum. Nema dýrafræðibókin sem við notuðum í líffræðinni, hún var bara leiðinleg með myndum af fornfiskum í gráu og bláu.

Engin ummæli: