laugardagur, apríl 12, 2003

Nú er ég vandræðaleg... var í mestu makindum að fá mér að borða þegar aldrei þessu vant brunabjallan fer í gang. Ég hugsa með mér að kannski maður ætti að fara út, en brunabjallan er alltaf að fara af stað hérna og þetta er aldrei neitt en ég samt klæði mig, var samt ekkert að flýta mér, en um leið og ég er komin í skónna hættir bjallan svo ég hætti við. Eftir smá stund heyrir ég að það er tekið í hurðahúninn og svo aftur og svo er bankað. Ég fer til dyra og þar stendur slökkviliðsmaður í fullum skrúða. Hann þefar í áttina að herberginu
"varstu að elda eitthvað?"
"já... var að rista brauð.."
"jájá, það er hérna!! hún var að rista brauð!!"
Annar slökkviliðsmaður í fullum skrúða kemur þrammandi.
"Heyrðuru ekki í bjöllunni?"
"jú..."
"og hvað gerir maður þegar brunabjallan fer í gang"
"maður fer út..."
"einmitt maður fer út!"
Jájá ég var bara skömmuð, slökkviliðsmaður nr2 hélt langa ræðu yfir mér sem ég skildi nú minnst af, eitthvað um að fara út þegar bjallan hringir og ekki að læsa hurðinni því þá þurfa þeir að höggva hana sundur... slökkviliðsmaður nr1 var nú bara indæll en stóð yfir mér meðan ég loftaði út. Ætli það sé ekki best að fara út næst þegar bjallan fer í gang og skilja eftir ólæst...

Engin ummæli: