fimmtudagur, apríl 17, 2003

Nú þar sem helsta lesefni mitt (og eiginlega það eina undanfarið) eru bækur á ensku sem eru líffræðilega eða lífefnafræðilega eðlis þá hefur enskur orðaforði minn hefur breyst, sem kemur svo sem ekkert á óvart við lestur á öllum þessum fræðitexta, það sem kom á óvart var að einnig hefur orðanotkun mín breyst. Ég tók eftir þessu þegar ég þurfti að skrifa email til norska bankans míns út af vandræðum við að panta kort á reikninginn minn, en allavega þá skrifaði ég á ensku, treysti mér ekki alveg að koma þessu frá mér á skiljanlegan hátt á norsku. Þegar ég las svo yfir það sem ég hafði skrifað áður en ég sendi þá tók ég eftir því að ég notaði ansi háfleig og stór orð, alveg óvart. Ég er sem sagt orðin svo vön því að glósa texta upp úr bókunum að ég er farin að hljóma eins og einhver fræðimaður. En við hverju öðru er að búast þegar maður les allan daginn bækur þar sem önnur hver setning endar á orðinu respectively, byrjar á consequently og inn á milli er hence eða thus. Ég gat auðvitað ekki sent mailið svona frá mér og tónaði það aðeins niður...

Engin ummæli: