fimmtudagur, apríl 10, 2003

Þessa vikuna hef ég verið að læra faraldsfræði og í dag vorum við að fara yfir marktækni prófa, þ.e. hverjar eru líkurnar á því rangri greiningu. Og þá tók kennarinn eitt dæmi, þannig var að þegar alnæmisfaraldurinn var að byrja á níunda áratugnum kom upp hugmynd í Noregi að prófa alla, og reyna þannig að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Þá bjuggu í Noregi um 4 milljónir og var talið að þetta væri vel gerlegt, prófin sem voru þá til voru þannig að 99% líkur voru á því að sýktur einstaklingur greindist jákvæður og 99% líkur voru á því að ósýktur einstaklingur greindist neikvæður. Þetta hljómar nú ansi öruggt. En er það bara alls ekki, fallið var frá hugmyndinni þegar kom í ljós að tæplega 40 þús manns myndu fá falskt jákvætt svar, þ.e. halda að þeir væru HIV sýktir þegar þeir væru það bara alls ekki. Samt sniðug hugmynd...

Engin ummæli: