mánudagur, apríl 07, 2003
Í dag er ég alveg sátt við að vera í noregi, sól og blíða (reyndar ekkert voðalega hlýtt en samt sól og blíða) og ofnæmissjúklingurinn ég fékk bara lyfin sín á gjafaverði! eða allavega miðað við það sem ég hef verið að borga heima... Heima hef ég verið að borga milli 9 og 10 þús fyrir sumarskamtinn ( þriggjamánaða skammt af töflum, nefspeyi og augndropum) og svo einhverja aðra þúsundkalla fyrir töflurnar yfir veturinn. Núna var ég að fá sumarskamtinn (ákvað bara að taka augndropana og nefspreyið með til að eiga, veit ekki hvenær frjókornatíminn byrjar hér) á 354 nkr eða svona 4000 íslenskar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli