fimmtudagur, apríl 10, 2003

*arg* oh ég næ bara engri einbeitingu, held ég sé bara búin að læra yfir mig og hef bara enga orku fyrir endasprettinn. Ég er sem sagt að reyna að læra fyrir faraldsfræði-prófið sem ég fer í á morgun. Þetta er samt ekkert erfitt bara svolítið flókið að koma upplýsingunum á ensku og norsku saman og reyna þýða þær á skiljanlega íslensku í hausnum svo ég nái einhverju samhengi. En ég er með bók sem Embla hefur kannski lesið líka, hún er nefnilega frá konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Danmörku (mér finnst þetta svo fyndið nafn, ekkert smá hátíðlegt híhíhíh) og heitir Veterinary Epidemiology. Frekar auðlesin með ansi hreint skemmtilegum fjólubláum dýramyndum framan á. Mér finnst að skólinn minn ætti að fá svona konunglegt nafn líka enn nei hann heitir bara norski dýralæknaháskólinn, ekkert smá lame nafn...

úff ég verð að fara læra og hætta að blogga um einhverja kennslubók og kannski að lesa hana bara í staðin!

Engin ummæli: