fimmtudagur, mars 13, 2003
Ofboðslega er búið að vera gott veður í dag, sól og blíða og bara 8 stiga hiti! ég fékk næstum því hitaslag... En ég gat bara ekki hangið inni í allri þessari sól og fór í bæinn, en fann engann jakka, fór svo í nokkrar bókabúðir, litlu bókabúðirnar hérna eru ekkert sniðugar selja bara bækur á norsku, lenti samt inn í einni skrítni bókabúð hún virkaði voðalega lítil að utan og líka við fyrstu sýn þegar maður kom inn en svo sá ég tröppur niður á aðra hæð og ákvað að labba þangað niður og þar var stórt flæmi, ég byrjaði að labba eftir hillunum en sá fljótt að þetta voru allt bækur trúarlegs eðlis og heill rekki bara undir biblíur ég tók þá stóran sveig og labbaði hratt en örugglega að tröppunum áður en einhver tæki eftir mér trúleysingjanum og reyndi að láta mig sjá ljósið. Ég fann samt eina stóra og góða bókabúð og eftir að hafa skoðað lengi sá ég tungumálarekkann og hugsaði með mér að það hlyti að vera til norskunámskeið fyrir útlendinga en nei það var ekki til en hins vegar var mikið úrval af námskeiðum til að læra kínversku, pólsku og rússnesku. Svo var heil hilla bara fyrir bækur um súkkulaði mmmmmmm... Þegar ég var svo að troða mér inn í strætó þá hringdi Þórunn, ég hafði reynt að hringja í hana til að plata með mér í bæinn en það var enginn heima hún hafði þá verið að labba kringum Sognsvann. Alla vega við spjölluðum aðeins og er ég að fara til hennar núna á eftir, en þegar ég skellti á og leit upp sá ég að sumt fólk í kring horfði eitthvað undarlega á mig, greinilega alveg hissa á því að manneskja svona norræn í útliti skildi tala svona útlensku. Ég er ennþá að reyna venjast því að vera í landi þar sem ég lít ekkert út fyrir að vera útlendingur, yfirleitt þegar ég hef verið í útlöndum þá hef ég alveg skorði mig úr fjöldanum. Í Bólivíu var ég jú höfðinu hærri en flestir, ljóshærð með blá augu, stakk svolítið í stúf við svarta kolla. Í Ástralíu var ég skjannahvít með risastóran bakpoka, hefði allt eins getað verði með stórt túrista skilti á mér. En hér heldur fólk að ég sé bara norsk og hikar ekki við að spyrja hvað klukkan sé og hvar þetta og hitt sé og ég bara brosi afsakandi á móti... jeg snakker ikke so godt norsk...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli