miðvikudagur, mars 19, 2003
jájá norskur bankareikningur, af einhverjum ástæðum finnst mér þetta vera eitthvað skrítið... komin einu skrefi nær því að vera bara norðmaður, svo fær maður norskan heimilislækni (sem ég hef ekki ennþá fengið bréf um hver sé) svo norskt skattkort, hvað næst? norskur kærasti og svo bara norskur ríkisborgararéttur! þetta getur bara læðst upp að manni. Allt í litlum skrefum, bætist við smátt og smátt og svo vakna ég einn daginn og tala bara bjagaða íslensku með norskum hreim...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli