ég er orðin fórnarlamb tilboða... fór út í búð áðan og keypti jarðaber á tilboði og líka kjúklingalæri á tilboði. Reyndar voru þetta 800 gr. af kjúklingalærum en þegar valið stóð á milli þess og að kaupa tvær bringur á 42 kr eða öll þessi læri á 38 kr, þá var ég ekki lengi að hugsa mig um, þannig að næstu daga verður kjúklingasamlokur og kaldur kjúklingur, kannski kjúklingasalat... Svo keypti ég líka ost á tilboði, það var ódýrara að kaupa kíló af osti heldur en lítið ost stykki, og þá meina ég að kílóstykkið kostaði eitthvað 60 kr en litla stykkið var á 79 kr. Núna er ískápurinn fullur af osti og kjúklingi...
Svo auðvitað skrifaði ég emil til mömmu til að vita hvernig hún gerir hrásalatið sitt og kartöflubátana. Bara veisla hjá mér í kvöld! jei...
Ég keypti mér svo sólgleraugu í dag, núna er ég orðin gella. Var í Oasis og sá rosalega flottan kjól, mig langaði í hann... en samt hann var heldur til fleginn í bakið (með svona reimum) súkkulaðibrúnn... mig langar i svona gellukjól.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli