föstudagur, mars 14, 2003

Fór annars til Þórunnar í dag (þ.e. í dag fimmtudag klukkan er bara orðin meira en tólf...) hún er einmanna og Laddalaus núna, hann bara eitthvað að tölvast í Sverge. Hildigunnur og Mia komu svo lika og við röltum út til að panta pizzu nema hvað svo þegar við komum að staðnum þá ákváðum við bara að borða þar, ferlega fínt, Ragnhildur kom svo en borðaði ekki því hún hafði verið boðin í grjónagraut til síns fyrverandi og var frekar södd eftir það. Mia hafði verið að baka brownies þegar Þórunn hringdi og kom bara með kökuna, Hildigunnur faldi hana bara undir stól meðan við vorum að borða við fengum okkur hana svo bara í eftirrétt þegar við vorum komnar aftur heim til Þórunnar. Umræðurnar voru að venju mjög menningarlegar " eins og leikarinn sem leikur þarna í þættinum þú veist læknaneminn ohh hann er svo sætur" og hinar taka undir "ohh jáh! og líka þessi í hinum þættinum þið vitið bróðirinn! ekkert smá sexí *flisss*"

Það er svo partí í bodega núna á laugardaginn, Arnar og Agnes ætla halda sameiginlega upp á afmælin sín. Það verður flott, þá getur maður dansað og svona og Agnes vill að maður mæti fínn, eða fínni en venjulega... Fyrir þá sem ekki vita þá er bodega herbergi niðrí skóla með bar og dansgólfi og flottu leðursófasetti og þar eru yfirleitt haldin partí á miðvikudögum. En núna á laugardaginn þá verða það bara við, ekkert skólapartí. Verður örugglega gaman, veit bara ekkert í hverju ég á að vera... því þrátt fyrir að hafa verslað mikið undanfarið þá hef ég bara keypt "venjuleg" föt, engin gellu-djammföt...

Engin ummæli: