Þá er enn ein keppnin í formúlunni búin, minn maður Raikkönen vann sinn fyrsta sigur og fékk afhentan einhvern þann ljótasta bikar sem ég hef séð, en annars var þetta frekar viðburðarsnauð keppni fyrir utan árekstur í byrjun. Síðasta ár hætti ég nú að fylgjast með formúlunni, þetta var orðið svo mikið rugl þar sem ferrari liðið hagaði sér bara asnalega svo var minn maður Hakkinen hættur og ég var ekki enn búin að vinna arftaka, ákvað fyrst að halda bara með Button en svo án þess að ég fengi nokkuð við ráðið var ég farin að fagna þegar Raikkönen tók fram úr Button. Af einhverjum ástæðum hefur Coulthard aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá mér þrátt fyrir að vera liðsfélagi minnar gömlu og núna nýju hetju. Ég vona bara að keppnin núna í ár fari ekki í sama ruglið og í fyrra.
Þessi formúluáhugi minn byrjaði fyrir slysni, keppnirnar eru á sunnudagsmorgnum og eftir að hafa verið að djamma laugardagsnóttina þá var lagst fyrir framan sjónvarpið morguninn eftir, ég get nefnilega ómögulega sofið lengi eftir að hafa verið að drekka. Það var náttúrulega ekki um mikið annað að velja en að horfa á formúluna, oftar en ekki sofnaði ég nú yfir endanum en þetta varð samt til þess að ég fór að fylgjast með keppninni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli