föstudagur, febrúar 28, 2003

jæja þá er ég búin í prófinu mikla, ég veit ekkert hvernig mér gekk... gat nú svarað mörgum spurningum en svo voru aðrar sem ég gat bara svarað hálfpartinn og restina bullaði ég bara, slepti svo tveim spurningum. Það kemur svo í ljós hvort ég fái eitthvað fyrir bullið en ég hef ekki hugmynd um hvað ég þarf að fá til að ná þessu prófi... það veit það enginn... Ég var nú 4 1/2 tíma inni, þá var helmingurinn af fólkinu farinn, það er greinilega ekki verið að reyna fella mann á tíma.

En allavega ég hef ákveðið að fara í skíðaferðina, Mia kemur og sækir mig um 7 leitið, það verður ágætt að komast aðeins út úr bænum og aldrei að vita nema ég leigi mér skíði. Jæja ég ætla leggja mig aðeins er alveg uppgefin eftir allt þetta...

Engin ummæli: