Jæja búin að breyta svolítið útlitinu á síðunni, hvað finnst þér? breyting til batnaðar eða á ég að fara aftur í hundaþemað?
Var vakin klukkan átta í morgun, brunabjallan fór í gang, aldrei þessu vant. Það er eins og fólkið í þessari blokk geti ekki ristað brauð án þess að setja allt brunakerfið af stað, eins og um helgina þegar ég vaknaði sunnudagsnóttina klukkan hálf fjögur þegar bjallan fór í gang. Sá morguninn eftir miða frá slökkviliðinu þar sem tilgreind var ástæðan: íbúi í íbúð 504 var að hita pizzu á þurri pönnu. Maður veit yfirleitt hvenær það er kominn matartími því brunabjallan fer yfirleitt í gang. Það er náttúrulega ekkert grín að fólk geti ekki eldað án þess að allt kerfið fari af stað, þetta hefur þau áhrif að ég nenni ekkert að fara út, ég sit bara kyrr (eða ligg upp í rúmi þegar það er nótt) og bíð bara í þessar 10 - 15 mín sem það tekur slökkviliðið að koma hingað, reyndar voru þeir óvenju snöggir í morgun, 6 mín. Nú ef svo vildi til að reykinn færi að leggja undir hurðina mína þá myndi ég bara labba út um gluggann.
Ég fór reyndar í gær og spurði hvort ég gæti ekki flutt í aðra hvora íbúðina sem strákarnir voru að flytja úr, þar sem þeir voru á 8. og 6. hæð þá, ef ég fæ að flytja, verð ég líklegast að dröslast út í hvert sinn sem brunabjallan fer í gang
