fimmtudagur, febrúar 27, 2003

ég keypti fullt af nammi áðan, verð að hafa einhverja gleði... en þetta er nú síðasta kvöldið og svo er prófið mikla á morgun... þessu er bara öllu farið að slá saman hjá mér. Við Þórunn erum í álíka miklu paniki og ég sem er yfirleitt ekkert stressuð fyrir próf en það var áður en ég fór að taka risastór 6 tíma próf (en ég fæ 7 tíma) Vandamálið er að þar sem ég er nú frekar afslöppuð manneskja og verð mjög sjaldan stressuð þá höndla ég stress mjög illa, líkamlega séð, fæ bara hausverk og læti. Man síðast þegar ég stressaðist upp þá var ég svona viku að ná mér niður aftur, ég er samt ekki svo stessuð núna bara svona nett og ætla vona að það haldist bara þannig.

Engin ummæli: