Skóli
Mætti í skólann í dag, ferlega dugleg, reyndar mætti ég bara eftir hádegi í verklega vefjafræði nennti ekki að mæta í fyrirlestur um innri fluttninga í frumum þar sem ég veit allt um microtubules og clatherin protein eða hvað það nú hét... Við vorum sem sagt að skoða blóð og brjósk í dag, vissuð þið að fuglar, skriðdýr og fiskar eru með rauð blóðkorn með kjarna og blóðflögurnar eru líka með kjarna, þetta vissi ég ekki þótt ég væri búin að taka vefjafræði á Íslandi. En mikið ofboðslega talar ástralski kennarinn minn slæma norsku, veit nú ekki hvað hann er búinn að vera hér lengi en hann talar bara norsku með áströlskum hreim, ekki fallegt, allavega er ég ekki að skilja manninn þegar hann skiptir yfir í norskuna en sem betur fer heldur hann sig við enskuna þegar hann er að útskýra hluti fyrir bekknum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli