sjísss hvað er þetta með banka og mig??? Ætlaði að taka út pening til að borga leiguna en allir hraðbankar sem ég reyndi komu bara með skilaboð til mín um að "this service is temporarily unavailable" loksins fann ég hraðbanka sem sagði ekki þetta um leið og ég setti kortið inn en svo var ég beðin um pin-númerið og þá bara eyddust allar þær upplýsingar úr heilanum á mér, ég gat bara ómögulega munað pin-númerið mitt! svo ég reyndi að stimpla inn það sem mig minnti en alltaf var það vitlaust á endanum hirti hraðbankinn kortið mitt! ég var ekki sátt enda síðasti sjens að borga leiguna í dag og ég að fara til Íslands á mánudaginn. Svo ég gekk inní bankann sem hraðbankinn var fyrir utan og getiði hvar ég var stödd, ekki nema í nordea-útibúinu með öllum vinum mínum sem voru svo hjálpsöm hérna um daginn þegar 3000 norskar hurfu útaf reikningnum mínum og ég þurfti bara að fara þrisvar sinnum að tala við þau til að fá einhverjar útskýringar. Og þar sem ég sat og beið eftir afgreiðslu þá allt í einu mundi ég eftir pin-númerinu, það var svo minnsta mál að fá kortið en maðurinn bað mig um að prófa hvort kortið væri í lagi sem ég gerði og sló inn pin-númerið en nei ekki vildi hraðbankinn það númer og tók bara aftur kortið, svo maðurinn opnaði bankann aftur og lét mig fá kortið og sagði mér að tala bara við bankann minn og það ætla ég að gera um leið og ég er komin heim. Ég bara skil þetta ekki, er ég bara að muna eitthvað gamallt pin-númer og hitt er bara týnt inn í öllum upplýsingunum sem eru í heilanum á mér eða er búnaðarbankinn að klúðra hlutunum enn einu sinni? Það var sem sagt ekkert úr bæjarferðinni minni því ég þurfti að dröslast heim og ná í hitt debetkortið mitt og nota yfirdráttarheimildina á því til að borga leiguna.
Svo núna á Karl Johann er ekki þverfótað fyrir fólki sem er að sníkja pening, það eru eiturlyfjafíklarnir sem eru fastagestir, liggja í götunni með pappaskilti við hliðná sér sem á stendur beiðni um pening fyrir næsta heróinskammti, og svo er komið fullt af rauðklæddu fólki frá UNICEF og líka einhverjir indverskir munkar. Ég er nú orðin ansi flínk í að sneiða fram hjá þessu fólki en í dag var ég borin ofurliði og einn indverski munkurinn náði mér og blablabla sýndi mér einhverja bæklinga um hvað þeir eru að gera í indlandi, elda ofaní fátæka fólkið og svonna og svo var ég auðvitað beðin um lítið framlag eða hvort ég vildi kaupa einhverja bók, ég bað manninn vinsamlegast um að halda bókinni og lét hann svo fá 40 kr, því ég átti bara ekki meir, og vitiði hvað maðurinn sagði?! "flestir gefa nú 100kr"!! og ég bara já er það veistu ég er að fara taka út aleiguna mína núna til að borga leiguna svo ég á ekki meiri pening til að gefa þér! Ég sá bara efasemdar svipinn breiðast yfir andlitið á manninum, ég lít greinilega ekki út fyrir að vera fátækur námsmaður, svo lét hann mig fá bækling, ég fékk ekki fína gjöf því ég gaf svo lítið sagði hann mér. Þegar ég loksins gat farið frá þessum manni stökk á mig UNICEF strákur en þá var mér nóg boðið og strunsaði bara dónalega framhjá um leið og ég henti bæklingnum í ruslið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli